Eigandi „Húh-sins“ fullur eftirsjár og segir sér hafa verið hótað Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 15:36 Hugleikur Dagsson greindi frá því í síðustu viku að honum hefði verið bannað að selja "HÚ!" bolina sína því annar væri með einkarétt á vörumerkinu tengdu fatnaði og drykkjarföngum. Vísir Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli. Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Sá sem sótti um einkarétt á að nota Víkingaklapps „Húh-ið“ á fatnað og drykkjarföng sér eftir því. Hann segist hafa orðið fyrir miklu áreiti út af þessu máli. Segist hafa verið kallaður öllum illum nöfnum og að honum hafi verið hótað. Hann segir myndlistarmanninn Hugleik Dagsson hafa lýst sér á niðrandi hætti í fjölmiðlum og þykir honum miður að Hugleikur hafi farið í fjölmiðla með málið á kostnað æru hans og persónu. Þetta segir eigandi vörumerkisins „Húh!“, Gunnar Þór Andrésson, í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Hugleikur Dagsson teiknaði mynd af einstaklingi að taka Víkingaklappið margfræga og segja „HÚ!“. Það gerði Hugleikur í kringum Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2016 og ákvað síðar meir að prenta þessa teikningu á boli og selja í vefversluninni Dagsson.com. Í desember í fyrra fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá Gunnari þar sem hann tjáði þeim að hann væri með einkarétt á „Húh!“ sem vörumerki þegar kæmi að fatnaði og drykkjarföngum. Gunnar hafði sóst eftir skráningu árið 2016 og fékk hana samþykkta í september sama ár.Gunnar Þór Andrésson ætlar ekki að grípa til frekari aðgerða.VísirÍ yfirlýsingunni sem hann sendi fréttastofu RÚV kemur fram að honum hafi skilist það svo að til að einkaréttur hans haldist hefði hann þurft að koma í veg fyrir notkun annarra á orðmerkinu hvað varðar fatnað og drykkjarvörur. Hann sagðist hafa sótt um einkarétt á vörumerkinu til að tryggja að annar aðili gæti ekki framleitt nákvæmlega eins vöru og hann og líka til að tryggja að honum yrði ekki bannað að framleiða slíkar vöru á grundvelli einkaréttar. Hann lætur vera að fjalla ítarlega um fataframleiðslu sína og telur ólíklegt að sú framleiðsla muni líta dagsins ljós héðan í frá í ljósi þess sem undan er gengið. Gunnar Þór hrósar Hugleiki fyrir að ánafna helming af ágóða hans af sölu HÚ!-bolanna til Krabbameinsfélags Íslands. Vonar hann að félagið muni áfram njóta góðs af sölu bolanna um lengri tíma en hann hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í þessu máli.
Tengdar fréttir Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Hugleikur má ekki selja Víkingaklappsboli því „HÚ-ið“ er skráð vörumerki Teikningin var prentuð á boli sem voru settir á sölu í vefbúðinni Dagsson.com. Stuttu síðar fengu aðstandendur vefverslunarinnar skilaboð frá manni sem sagðist eiga orðið HÚH! og aðeins hann mætti prenta það á boli. 23. mars 2018 12:50
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent