Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 14:27 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag. Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag.
Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30