Nýsköpunarlífeyrir Konráð S. Guðjónsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun