„Hver er næstur?“ Trump grínast með óreiðu innan Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 13:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill losna við starfsmenn sem hafa haldið aftur af honum. Vísir/Getty Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15