Sálfræðingur leggur mat á hvatir starfsmanns barnaverndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:15 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Sálfræðingur hefur verið dómkvaddur til þess að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi á árunum 2000 til 2010. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem snýr að því hvort að sálfræðingurinn fái aðgang að öllum kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða. Féllst dómurinn á það að sálfræðingurinn fengi aðgang að gögnunum og þann úrskurð staðfesti Landsréttur. Verjandi mannsins lagðist gegn því að sálfræðingurinn fengi þau gögn en samkvæmt kröfu ákæruvaldsins var þess óskað að sálfræðingur yrði dómkvaddur „til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi sóknaraðila. Var úrlausnarefni matsmanns að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir matsandlagsins í ljósi rannsóknar lögreglu á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum,“ eins og segir í úrskurði héraðsdóms. Matsmaður hafi frjálsar hendur við gagnaöflun Í þinghaldi í málinu fyrir tæpum mánuði var tiltekinn sálfræðingur dómkvaddur til að framkvæma matið. „Sama dag var verjandi sóknaraðila upplýstur um að matsmaður hefði óskað eftir afriti af öllum skýrslum sakbornings og brotaþola svo matsmaður „gæti lagt mat á frekari áhættuhegðun með sem bestum hætti“ eins og segir í tölvupósti matsmanns. Í tilefni af þessu kom verjandi á framfæri ábendingu til varnaraðila þess efnis að að matsmaður hefði ekki verið fenginn til að leggja mat á áhættuhegðun sóknaraðila.“ Verjandinn fékk tölvupóst frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um tíu dögum síðar þar sem honum var tilkynnt að sálfræðingurinn fengi umbeðin gögn. Verjandinn beindi þá málinu til úrlausnar héraðdóms þar sem málið var flutt tveimur dögum síðar. Var á því byggt að mat matsmannsins hlyti að byggja á viðtölum við hinn grunaða „eða skoðun á atriðum sem snúi að honum, fremur en lýsingum annarra á meintum kynferðisathöfnum sem hann hefur alfarið neitað fyrir. Mat á frekari áhættuhegðun telur sóknaraðili að stappi nærri því að matsmaður leitist við að staðreyna hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum sem settar hafa verið fram í kærum á hendur honum. Slíkar ályktanir eigi ekki heima í matsgerð af þessu tagi,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms um málið. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu að lögreglunni væri óheimilt að veita sálfræðingnum aðgang að kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða, og staðfesti Landsréttur þann úrskurð eins og áður segir. Var á því byggt að matsmaður hefði frjálsar hendur „um hvaða gagna hann aflar í því skyni að framkvæma mat sitt, að því tilskildu að þau gögn nýtist honum til að leggja mat á þau atriði sem matsbeiðni lýtur að, [...].“Hinn grunaði í gæsluvarðhaldi til 13. apríl Maðurinn sem grunaður er í málinu var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins sagði að rannsókn málsins miðaði vel og stefnt væri að því að ljúka henni fljótlega. Kæra barst lögreglu á hendur manninum í ágúst síðastliðnum en hann var ekki handtekinn fyrr en í janúar. Hefur lögregla viðurkennt mistök við meðferð málsins. Þá leiddi úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur í ljós að mistök áttu sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um manninn árið 2008. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Sálfræðingur hefur verið dómkvaddur til þess að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi á árunum 2000 til 2010. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem snýr að því hvort að sálfræðingurinn fái aðgang að öllum kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða. Féllst dómurinn á það að sálfræðingurinn fengi aðgang að gögnunum og þann úrskurð staðfesti Landsréttur. Verjandi mannsins lagðist gegn því að sálfræðingurinn fengi þau gögn en samkvæmt kröfu ákæruvaldsins var þess óskað að sálfræðingur yrði dómkvaddur „til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi sóknaraðila. Var úrlausnarefni matsmanns að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir matsandlagsins í ljósi rannsóknar lögreglu á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum,“ eins og segir í úrskurði héraðsdóms. Matsmaður hafi frjálsar hendur við gagnaöflun Í þinghaldi í málinu fyrir tæpum mánuði var tiltekinn sálfræðingur dómkvaddur til að framkvæma matið. „Sama dag var verjandi sóknaraðila upplýstur um að matsmaður hefði óskað eftir afriti af öllum skýrslum sakbornings og brotaþola svo matsmaður „gæti lagt mat á frekari áhættuhegðun með sem bestum hætti“ eins og segir í tölvupósti matsmanns. Í tilefni af þessu kom verjandi á framfæri ábendingu til varnaraðila þess efnis að að matsmaður hefði ekki verið fenginn til að leggja mat á áhættuhegðun sóknaraðila.“ Verjandinn fékk tölvupóst frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um tíu dögum síðar þar sem honum var tilkynnt að sálfræðingurinn fengi umbeðin gögn. Verjandinn beindi þá málinu til úrlausnar héraðdóms þar sem málið var flutt tveimur dögum síðar. Var á því byggt að mat matsmannsins hlyti að byggja á viðtölum við hinn grunaða „eða skoðun á atriðum sem snúi að honum, fremur en lýsingum annarra á meintum kynferðisathöfnum sem hann hefur alfarið neitað fyrir. Mat á frekari áhættuhegðun telur sóknaraðili að stappi nærri því að matsmaður leitist við að staðreyna hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum sem settar hafa verið fram í kærum á hendur honum. Slíkar ályktanir eigi ekki heima í matsgerð af þessu tagi,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms um málið. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu að lögreglunni væri óheimilt að veita sálfræðingnum aðgang að kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða, og staðfesti Landsréttur þann úrskurð eins og áður segir. Var á því byggt að matsmaður hefði frjálsar hendur „um hvaða gagna hann aflar í því skyni að framkvæma mat sitt, að því tilskildu að þau gögn nýtist honum til að leggja mat á þau atriði sem matsbeiðni lýtur að, [...].“Hinn grunaði í gæsluvarðhaldi til 13. apríl Maðurinn sem grunaður er í málinu var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins sagði að rannsókn málsins miðaði vel og stefnt væri að því að ljúka henni fljótlega. Kæra barst lögreglu á hendur manninum í ágúst síðastliðnum en hann var ekki handtekinn fyrr en í janúar. Hefur lögregla viðurkennt mistök við meðferð málsins. Þá leiddi úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur í ljós að mistök áttu sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um manninn árið 2008.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21