Nú þurfa stjórnvöld að standa sig! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar