Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Jónas Þór Guðmundson, formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33