Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:20 Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47