Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:20 Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47