„Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 15:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta lagði skóna á hilluna vegna geðklofa. MYND/SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIR Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta fór að finna fyrir einkennum geðklofa árið 2008. Hún á farsælan fótboltaferil að baki með landsliðinu, var atvinnumaður í Noregi og er sjötta markahæsta knattspyrnukona efstu deildar á Íslandi frá upphafi. Eftir að hún fór að heyra raddir og upplifa mikið svefnleysi, hætti hún fljótlega í fótbolta. Hún segir frá geðklofanum, fordómunum sem hún finnur fyrir og líðan sinni í dag í viðtali sem er hluti af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Ég svaf ekki í marga daga og vissi að það væri ekki allt með felldu. Mér leið mjög illa og ég skammaðist mín. Ég var heppilega mjög fljót að átta mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Það er mjög persónubundið hvernig sjúkdómurinn birtist og því engin ein ákveðin birtingarmynd af geðklofa.“ Upplifir fordóma vegna veikindanna Hrefna Huld fór í fyrsta skiptið á geðdeild árið 2009 og var greind með geðklofa í kjölfarið. Í gegnum árin hefur hún oft leitað á geðdeild að eigin frumkvæði. Yfirleitt er það vegna raddanna sem hún heyrir og svefnleysinu sem því fylgir. „Ég hafði ekki orku í venjulegan dag og átti erfitt með að sjá um sjálfa mig og koma mér fram úr rúminu. Það er kannski eitthvað sem ekki allir skilja, hvernig það er að hafa hreinlega ekki orku í að takast á við nýjan dag.“ Aðspurð segist hún finna fyrir fordómum í garð veikinda sinna og að samfélagið þurfi að sætta sig við að við séum ekki öll eins. „Það eru gríðarlegir fordómar í samfélaginu, fólk forðast þig og er hrætt við þig. Þú ert ekki spurður um skoðun og öllum er sama um þitt álit, það telur ekki.“Getur ímyndað sér að byrja að þjálfa Hrefna Huld segir að það skipti máli að umkringja sig fólki sem talar ekki öðruvísi við þig þó þú sért með geðsjúkdóm. „Það er ótal mikið af fólki sem ber skömm af geðsjúkdómum sínum vegna þeirra fordóma sem það mætir. Það einangrar sig vegna hræðslu og þar liggur misskilningurinn. Það er ekki fylgifiskur andlegra veikinda að loka sig af heldur óttinn við viðbrögð annarra. Við verðum að geta rætt þessi málefni opinskátt.“ Í dag er Hrefna öryrki og hefur verið síðastliðin 10 ár. „Það kennir þér að vera sjálfum þér nóg og þú kynnist sjálfum þér á nýjan hátt. Þú lærir að þurfa ekki að vera alltaf í kringum alla eða í öllu. Það versta eru líklegast fordómarnir sem öryrkjar mæta.“ Hrefna Huld býr í Danmörku með fjölskyldu sinni og hún segir að Íslendingar séu með meiri fordóma gagnvart öryrkjum en Danir. Það tók tíma fyrir Hrefnu að taka veikindin í sátt en í dag er hún bjartsýn á framtíðina. „Ég hef verið að æfa á fullu og get ímyndað mér að fara að þjálfa eða vinna aftur. Ég hef aldrei verið betri andlega og líður vel. Ef ég á að ráðleggja einhverjum í sömu sporum þá get ég sagt það koma alltaf betri tímar. Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast.“Viðtalið við Hrefnu Huld má lesa í heild sinni sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta fór að finna fyrir einkennum geðklofa árið 2008. Hún á farsælan fótboltaferil að baki með landsliðinu, var atvinnumaður í Noregi og er sjötta markahæsta knattspyrnukona efstu deildar á Íslandi frá upphafi. Eftir að hún fór að heyra raddir og upplifa mikið svefnleysi, hætti hún fljótlega í fótbolta. Hún segir frá geðklofanum, fordómunum sem hún finnur fyrir og líðan sinni í dag í viðtali sem er hluti af geðfræðsluátakinu #HUGUÐ. „Ég svaf ekki í marga daga og vissi að það væri ekki allt með felldu. Mér leið mjög illa og ég skammaðist mín. Ég var heppilega mjög fljót að átta mig á því að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Það er mjög persónubundið hvernig sjúkdómurinn birtist og því engin ein ákveðin birtingarmynd af geðklofa.“ Upplifir fordóma vegna veikindanna Hrefna Huld fór í fyrsta skiptið á geðdeild árið 2009 og var greind með geðklofa í kjölfarið. Í gegnum árin hefur hún oft leitað á geðdeild að eigin frumkvæði. Yfirleitt er það vegna raddanna sem hún heyrir og svefnleysinu sem því fylgir. „Ég hafði ekki orku í venjulegan dag og átti erfitt með að sjá um sjálfa mig og koma mér fram úr rúminu. Það er kannski eitthvað sem ekki allir skilja, hvernig það er að hafa hreinlega ekki orku í að takast á við nýjan dag.“ Aðspurð segist hún finna fyrir fordómum í garð veikinda sinna og að samfélagið þurfi að sætta sig við að við séum ekki öll eins. „Það eru gríðarlegir fordómar í samfélaginu, fólk forðast þig og er hrætt við þig. Þú ert ekki spurður um skoðun og öllum er sama um þitt álit, það telur ekki.“Getur ímyndað sér að byrja að þjálfa Hrefna Huld segir að það skipti máli að umkringja sig fólki sem talar ekki öðruvísi við þig þó þú sért með geðsjúkdóm. „Það er ótal mikið af fólki sem ber skömm af geðsjúkdómum sínum vegna þeirra fordóma sem það mætir. Það einangrar sig vegna hræðslu og þar liggur misskilningurinn. Það er ekki fylgifiskur andlegra veikinda að loka sig af heldur óttinn við viðbrögð annarra. Við verðum að geta rætt þessi málefni opinskátt.“ Í dag er Hrefna öryrki og hefur verið síðastliðin 10 ár. „Það kennir þér að vera sjálfum þér nóg og þú kynnist sjálfum þér á nýjan hátt. Þú lærir að þurfa ekki að vera alltaf í kringum alla eða í öllu. Það versta eru líklegast fordómarnir sem öryrkjar mæta.“ Hrefna Huld býr í Danmörku með fjölskyldu sinni og hún segir að Íslendingar séu með meiri fordóma gagnvart öryrkjum en Danir. Það tók tíma fyrir Hrefnu að taka veikindin í sátt en í dag er hún bjartsýn á framtíðina. „Ég hef verið að æfa á fullu og get ímyndað mér að fara að þjálfa eða vinna aftur. Ég hef aldrei verið betri andlega og líður vel. Ef ég á að ráðleggja einhverjum í sömu sporum þá get ég sagt það koma alltaf betri tímar. Leitaðu þér hjálpar og nýttu þér öll þau úrræði sem bjóðast.“Viðtalið við Hrefnu Huld má lesa í heild sinni sinni á nýrri vefsíðu geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is. Fyrirsögn á greininni var breytt 12. mars.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00 Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. 8. mars 2018 09:00
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15