Næsti Jónas Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 „Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
„Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka?
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar