Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent