Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 12:20 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust. Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust.
Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39