Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:20 Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað. visir/stefán karlsson Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40
Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06