Tveir til þrír sinna 50 málum á bakvöktum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri en málafjöldinn er mikill. Fréttablaðið/Auðunn Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira