Tveir til þrír sinna 50 málum á bakvöktum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri en málafjöldinn er mikill. Fréttablaðið/Auðunn Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira