Falleinkunn Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar