Útvarp Reykjavík Pálmi Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar