Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 14:00 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Vísir/Völundur Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira