Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Halldór Benjamín segir það skoðun SA að ekki sé innstæða fyrir frekari launahækkun. „En það þarf tvo til að dansa,“ segir hann. VÍSIR/ANTON BRINK Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00