Fangelsuð fyrir að fæða andvana barn og látin laus ellefu árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 22:45 Teodora Vásquez naut lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að henni var sleppt úr fangelsi í El Salvador í dag. Vísir/AFP Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira