Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að stuðla að félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 13:04 Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Vísir/ernir Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði