Aukið framboð grænmetisfæðis í skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar Valgerður Árnadóttir skrifar 18. febrúar 2018 11:46 Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun