Vatnsveitan og Borgarlínan Hjálmar Sveinsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Hjálmar Sveinsson Mest lesið Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Margslungið og skapandi hlutverk kennarans Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Skoðun Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi.
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun