Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Magnús Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. Ný skýrsla um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla hefur á síðustu dögum valdið nokkru fjaðrafoki þar sem tillaga meirihlutans var skýr, heppilegast væri að Ríkisútvarpið hverfi hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Breska ríkisútvarpið BBC er fyrirmynd flestra ríkisfjölmiðla og á vef þeirra er stefnan birt afdráttarlaus: „BBC er ekki heimilt að selja auglýsingar eða kostanir á almenningsþjónustu. Þannig er stofnunin sjálfstæð frá hagsmunum auglýsenda og tryggt að einungis er verið að sinna hagsmunum áhorfenda. Ef BBC myndi selja aðgang að útsendingum, í heild eða að hluta, myndu hagsmunir auglýsenda stjórna bæði dagskrárgerð og dagskráruppstillingu. Einnig yrðu þá mun minni tekjur fyrir aðra ljósvakamiðla.“Auglýsingar stýra lengd þátta Fyrst um dagskrá Ríkisútvarpsins. Nokkrar takmarkanir eru á notkun auglýsingahólfa og þurfa innlendir dagskrárliðir að vera meira en ein klukkustund til að rjúfa megi útsendingu. Þessi regla hefur valdið því að vinsælustu þættir í Ríkissjónvarpinu eru nú allir orðnir 70 mínútur að lengd. Vöruinnsetningar í dagskrárefni eru algengar. Þegar einkareknu sjónvarpsstöðvarnar bjóða sitt vandaðasta dagskrárefni er algengara en ekki að Rúv sýni á sama tíma sitt besta efni sem er samkeppni en ekki þjónusta. Dagskrárliðir sem ættu heima á hliðarrásum eru látnir riðla dagskrá á meginrás til að safna áhorfspunktum. Langir skemmtiþættir á borð við Útsvar, Fjörskylduna og kynningar á Eurovision njóta forgangs á meðan innlent leikið sjónvarpsefni virðist horfið af dagskrá. Auglýsingadeildin er þó einkareknum miðlum erfiðari keppinautur en dagskrárdeildin. Sölunni hefur vissulega verið settur rammi í starfsreglum en þær eru oftlega virtar að vettugi til að auka tekjur stofnunarinnar. Vera Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er vissulega óheppileg en það eru vinnubrögð söludeildar sem gera ástandið illþolanlegt fyrir samkeppnisaðila. Nýlega fékk undirritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dagskrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkisstofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði.Hundruð milljóna í auglýsingaöflun Niðurstaða meirihluta nefndarinnar er að heppilegast sé að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði hið fyrsta. Þeir sem eru ósammála segja að þá þurfi að bæta stofnuninni þá 2,2 milljarða sem hverfa af tekjuhliðinni. Þetta er ofmat því hið raunverulega tekjutap er líklega nær 1,6 milljörðum. Það kostar Ríkisútvarpið nefnilega peninga að sækja auglýsingatekjur og sölukostnaður, sem samanstendur af launakostnaði, þjónustugjöldum, áhorfsmælingum og öðrum rekstri, er vart undir 600 milljónum á ári. Ekkert kallar á þennan kostnað þó að auglýsingahólf stæðu áfram til boða í einhvern tíma. Auglýsendur myndu einfaldlega bóka sjálfir sínar auglýsingar á fyrirfram gefnu opinberu verði en Ríkisútvarpið léti af sókn sinni á markaðinn í leit að næstu krónum. Mínútum yrði svo fækkað á næstu árum þar til stofnunin yrði óháð auglýsendum. Að sjálfsögðu yrði haldið áfram að lækka annan kostnað við rekstur á sama tíma og þar er af nógu að taka. Engin ástæða er fyrir Ríkisútvarpið að elta dýr verkefni á borð við handbolta- eða knattspyrnumót sem keppst er um að sýna, vandséð er hversu lengi er þörf fyrir Rás 2 fyrir unga fólkið nú þegar meðalhlustandinn er kominn vel á sextugsaldur, Rondó er óþörf almannaþjónusta og þannig má lengi telja. Það er sannfæring mín að ef tekst að venja Ríkisútvarpið af auglýsingatekjum verði stofnunin miklu betur í stakk búin til að sinna raunverulegu hlutverki sínu eins og það er skilgreint í lögum. Vonandi verður ráðist í breytingar til batnaðar þrátt fyrir hræðsluáróður þeirra sem vilja halda óbreyttu ástandi til að verja eigin hagsmuni. Óháð Ríkisútvarp – já takk, því þá skapast meiri fjölbreytni fjölmiðla og þar með öflugra samfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Símanum og hefur stýrt miðlum í samkeppni við Ríkisútvarpið með litlum hléum síðan 2003. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. Ný skýrsla um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla hefur á síðustu dögum valdið nokkru fjaðrafoki þar sem tillaga meirihlutans var skýr, heppilegast væri að Ríkisútvarpið hverfi hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Breska ríkisútvarpið BBC er fyrirmynd flestra ríkisfjölmiðla og á vef þeirra er stefnan birt afdráttarlaus: „BBC er ekki heimilt að selja auglýsingar eða kostanir á almenningsþjónustu. Þannig er stofnunin sjálfstæð frá hagsmunum auglýsenda og tryggt að einungis er verið að sinna hagsmunum áhorfenda. Ef BBC myndi selja aðgang að útsendingum, í heild eða að hluta, myndu hagsmunir auglýsenda stjórna bæði dagskrárgerð og dagskráruppstillingu. Einnig yrðu þá mun minni tekjur fyrir aðra ljósvakamiðla.“Auglýsingar stýra lengd þátta Fyrst um dagskrá Ríkisútvarpsins. Nokkrar takmarkanir eru á notkun auglýsingahólfa og þurfa innlendir dagskrárliðir að vera meira en ein klukkustund til að rjúfa megi útsendingu. Þessi regla hefur valdið því að vinsælustu þættir í Ríkissjónvarpinu eru nú allir orðnir 70 mínútur að lengd. Vöruinnsetningar í dagskrárefni eru algengar. Þegar einkareknu sjónvarpsstöðvarnar bjóða sitt vandaðasta dagskrárefni er algengara en ekki að Rúv sýni á sama tíma sitt besta efni sem er samkeppni en ekki þjónusta. Dagskrárliðir sem ættu heima á hliðarrásum eru látnir riðla dagskrá á meginrás til að safna áhorfspunktum. Langir skemmtiþættir á borð við Útsvar, Fjörskylduna og kynningar á Eurovision njóta forgangs á meðan innlent leikið sjónvarpsefni virðist horfið af dagskrá. Auglýsingadeildin er þó einkareknum miðlum erfiðari keppinautur en dagskrárdeildin. Sölunni hefur vissulega verið settur rammi í starfsreglum en þær eru oftlega virtar að vettugi til að auka tekjur stofnunarinnar. Vera Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er vissulega óheppileg en það eru vinnubrögð söludeildar sem gera ástandið illþolanlegt fyrir samkeppnisaðila. Nýlega fékk undirritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dagskrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkisstofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði.Hundruð milljóna í auglýsingaöflun Niðurstaða meirihluta nefndarinnar er að heppilegast sé að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði hið fyrsta. Þeir sem eru ósammála segja að þá þurfi að bæta stofnuninni þá 2,2 milljarða sem hverfa af tekjuhliðinni. Þetta er ofmat því hið raunverulega tekjutap er líklega nær 1,6 milljörðum. Það kostar Ríkisútvarpið nefnilega peninga að sækja auglýsingatekjur og sölukostnaður, sem samanstendur af launakostnaði, þjónustugjöldum, áhorfsmælingum og öðrum rekstri, er vart undir 600 milljónum á ári. Ekkert kallar á þennan kostnað þó að auglýsingahólf stæðu áfram til boða í einhvern tíma. Auglýsendur myndu einfaldlega bóka sjálfir sínar auglýsingar á fyrirfram gefnu opinberu verði en Ríkisútvarpið léti af sókn sinni á markaðinn í leit að næstu krónum. Mínútum yrði svo fækkað á næstu árum þar til stofnunin yrði óháð auglýsendum. Að sjálfsögðu yrði haldið áfram að lækka annan kostnað við rekstur á sama tíma og þar er af nógu að taka. Engin ástæða er fyrir Ríkisútvarpið að elta dýr verkefni á borð við handbolta- eða knattspyrnumót sem keppst er um að sýna, vandséð er hversu lengi er þörf fyrir Rás 2 fyrir unga fólkið nú þegar meðalhlustandinn er kominn vel á sextugsaldur, Rondó er óþörf almannaþjónusta og þannig má lengi telja. Það er sannfæring mín að ef tekst að venja Ríkisútvarpið af auglýsingatekjum verði stofnunin miklu betur í stakk búin til að sinna raunverulegu hlutverki sínu eins og það er skilgreint í lögum. Vonandi verður ráðist í breytingar til batnaðar þrátt fyrir hræðsluáróður þeirra sem vilja halda óbreyttu ástandi til að verja eigin hagsmuni. Óháð Ríkisútvarp – já takk, því þá skapast meiri fjölbreytni fjölmiðla og þar með öflugra samfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Símanum og hefur stýrt miðlum í samkeppni við Ríkisútvarpið með litlum hléum síðan 2003.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar