Nóg komið Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun