Hveragerðisbær tekur tilboði BL og selur bílaumboðinu Nissan Navara pallbíl sem metinn er ónýtur vegna ryðs í grind af völdum verksmiðjugalla. Söluverðið er 1.600 þúsund krónur. Bærinn fær jafnframt 500 þúsund króna afslátt af nýjum pallbíl.
Í greinargerð umhverfisfulltrúa bæjarins segir ekki hafa staðið til að selja bílinn en hjá því verði ekki komist.
Navara-bíllinn sem er af árgerð 2007 er einn margra sem þess galli hefur komið fram í. Hann er einnig að finna í Nissan Pathfinder jeppum sem eru með sams konar grind.
