Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2018 14:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn yrði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Kolbeinn Tumi Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. Meint brot mannsins hófust þegar drengirnir voru á lokastigum grunnskóla. Mun maðurinn hafa borið fé á báða drengina sem eiga það sameiginlegt að eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot sín gegn öðrum piltinum eins og fram kom í gæsluvarðhaldskröfu yfir honum í síðustu viku á grundvelli almannahagsmuna. Ekki er algengt að menn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í kynferðisbrotamálum. Er metið að hann sé það líklegur til að halda uppi brotum sínum gagnvart ungum drengjum að vænlegast sé að loka hann inni. Maðurinn, sem er fjörutíu árum eldri en drengirnir, hefur flúið lögreglu með dreng í bílnum og hjá honum hafa fundist bæði myndir og myndband af drengjum í kynferðislegum stellingum.Rétt er að taka fram að um annað mál er að ræða en mál starfsmanns barnaverndar sem lögregla rannsakar þessa dagana. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum börnum á meðferðarheimili í Reykjavík.Falsaði formennsku sínaHandtaka mannsins í janúar og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum í kjölfarið kom vinum hans og ættingjum í opna skjöldu. Maðurinn hefur verið nokkuð virkur Sjálfstæðisflokknum og gegndi formennsku í málfundafélagi flokksins sem telur um 150 félagsmenn. Upp komst í haust að maðurinn, sem kosinn var formaður málfundafélagsins til eins árs árið 2014, hefði falsað skjöl sem sýndu að hann hefði verið kosinn formaður félagsins í fyrra. Vísir sendi Sjálfstæðisflokknum fyrirspurn vegna málsins. Í svari flokksins kemur fram að í nóvember síðastliðnum hefði skráður stjórnarmaður í málfundafélaginu kvartað yfir því að hafa ekki gefið kost á sér til starfa fyrir félagið undanfarin 3 ár, en að hann væri engu að síður skráður sem stjórnarmaður. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hið sama átti við um fleiri. Þá kom á daginn að aðalfundir höfðu ekki verið boðaðir með tilskildum hætti og því ekki verið haldinn löglegur aðalfundur í málfundafélaginu í einhver ár og starfsemi þess í raun legið niðri. Maðurinn hafi því ekki lengur haft umboð sem formaður málfundafélagsins. Var hann fjarlægður af skrám flokksins sem formaður þess. Athygli vekur að nafn hans var á sama tíma fjarlægt af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins en þar eru þó enn nöfn annarra stjórnarmanna sem ekki hafa verið kjörnir í stjórn undanfarin ár, frekar en hann.Grindr svipar til Tinder nema er ætlað samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum.Málið á viðkvæmu stigi Maðurinn komst í kynni við a.m.k. annan ungu drengjanna í gegnum samskiptaforritið Grindr. Forritið er ætlað samkynhneigðum eða tvíkynhneigðum karlmönnum en aldurstakmark er átján ára. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu ættingjar drengsins áhyggjur af vanlíðan drengsins í langan tíma þangað til upp komst að hann hefði átt í samskiptum við manninn frá því drengurinn var í 10. bekk, í á þriðja ár. Fór svo að lokum að málið var kært til lögreglu og maðurinn úrskurðaður í nálgunarbann. Til skoðunar er hvort maðurinn hafi sett sig frekar í samband við drenginn og þannig brotið nálgunarbann. Er rökstuddur grunur hjá lögreglu að maðurinn hafi gerst sekur um ítrekuð kynferðisbrot og áreiti. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir kynferðisbrotadeildinni hjá lögreglu, segir unnið sleitulaust að rannsókn málsins. Málið sé á viðkvæmu stigi. Reyndi að fela sig fyrir lögreglu Þann 9. janúar barst lögreglu tilkynning um að maðurinn væri á ferð í bíl og með í för væri unglingspiltur sem maðurinn hefði verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn. Er bókað í skýrslu lögreglu að maðurinn hafi ekið greitt í burtu og reynt að fela sig. Maðurinn reyndist vera með piltinum, nýorðinn átján ára, í bílnum. Pilturinn var í annarlegu ástandi og með nýjan síma í hendinni. Maðurinn sagði þá piltinn vera vini og saman á rúntinum. Gerði maðurinn lítið úr því að þeir væru saman á ferð, þeir hefðu þekst lengi og aðeins hist fyrir tilviljun. Lögregla taldi sig ekki hafa ástæðu til að aðhafast í umrætt skipti þar sem ekki var nálgunarbann í gangi gegn piltinum á þeim tíma og hann orðinn lögráða.Maðurinn var ákærður fyrir brot sín á piltinum síðastliðið haust. Málið er til meðferðar hjá dómstólum.Vísir/GVANeyðarboð á Snapchat Tveimur dögum síðar, þann 11. janúar, hafði stjúpfaðir piltsins samband við lögreglu. Sagði hann piltinn hafa sent fjölskyldunni skilaboð á Snapchat og óskað eftir aðstoð við að flýja manninn. Nærveru lögreglu var óskað. Vissi pilturinn ekki hvar hann var en gat staðsett sig með hjálp símans. Lögregla fór á vettvang og fann piltinn klukkan níu um kvöld þar sem hann kom grátandi út af gistiheimili. Sagði hann lögreglu að maðurinn hefði dælt í hann lyfjum og hann verkjaði. Hélt hann á plastpoka með óhreinni peysu og nærbuxum. Spurði lögregla hvort brotið hefði verið á honum kynferðislega og hvort hann vildi fara í skoðun á neyðarmóttöku kynferðisbrota Landspítalans. Pilturinn sagði að brotið hefði verið á honum og var farið með hann í skoðun.Sagði manninn hafa mokað í sig lyfjum Pilturinn lýsti því í skýrslutöku lögreglu að hann hefði yfirgefið heimili foreldra sinna þann 3. janúar og gist fyrstu dagana hjá vini sínum. Með einhverjum hætti hefði maðurinn komist í samband við hann og stungið upp á því að þeir myndu hittast. Sagðist maðurinn eiga einhverjar töflur. Pilturinn var áhugasamur um að fá töflur og samþykkti að hitta hann. Mundi hann ekki hvernig þeir hefðu hist en taldi að maðurinn hefði náð í sig. Hann hefði gefið honum nýjan farsíma. Mundi hann lítið eftir því sem hefði gerst síðan vegna þess að hann væri búinn að vera í lyfjamóki. Sagði hann manninn hafa mokað í hann lyfjum á borð við sanex og tramadol - verkjastillandi lyf sem fíklar nota. Sagðist pilturinn muna lítið en þó að maðurinn hefði haft við hann samfarir í tvígang með þeim afleiðingum að hann verkjaði. Þá minntist hann þess að maðurinn hefði beðið hann um að falla frá kæru í málinu sem maðurinn er ákærður í fyrir kynferðisbrot gegn piltinum. Pilturinn hefði svo sent móður sinni skilaboð á Snapchat og beðið hana um að hjálpa sér að flýja.Maðurinn hitti piltinn í Hamraborginni í Kópavogi.Vísir/VilhelmSvaraði ekki beiðni foreldranna Í skýrslutöku yfir piltinum fjórum dögum síðar sagðist pilturinn hafa haft samband við móður sína eftir að kærði talaði við piltinn um að þeir hefðu verið að stunda kynlíf. Pilturinn hefði ekki munað eftir neinum kynmökum og orðið hræddur. Áttaði hann sig á því að hann hefði verið rænulaus á meðan þeim stóð. Pilturinn lýsti því að hann hefði verið svo til meðvitundarlaus vikuna hjá manninum og dagarnir týnst. Þetta hefði verið eins og ein og ein mínúta. Hann sagðist ekki bera neinar tilfinningar til mannsins og aðeins sótt í hann vegna vímuefnafíknar sinnar. Leitað var í bíl mannsins og lagt hald á sleipiefni, ýmis lyf merkt manninum, erlendan gjaldeyri, kvittun þess efnis, kassa utan af nýjum iPhone og kortaveski með ýmsum kortum. Meðal annars korti merktum dreng sem maðurinn er einnig grunaður um kynferðisbrot gegn og sætir nálgunarbanni gagnvart. Móðir piltsins og stjúpfaðir sögðust hafa leitað piltsins þá daga sem hann var í burtu. Þau hafi frétt að hann væri með manninum. Reyndu þau bæði að hringja í hann og senda honum skilaboð þar sem þau báðu hann um að skila honum. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði ekki náðst í síma sonarins því slökkt var á símanum.Kynmök með „rólegum og ljúfum hætti“ Maðurinn neitaði alfarið sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Sagði hann þá piltinn hafa hist fyrir tilviljun í banka í Hamraborginni í Kópavogi. Ástand piltsins hafi ekki verið gott og hann hefði sagst hafa verið rekinn að heiman. Hann hefði viljað hjálpa piltinum að koma sér á rétt ról svo hann gæti farið að sækja um vinnu. Því hefði hann leigt herbergi á einu gistiheimili og svo öðru fyrir piltinn. Þess á milli hafi þeir farið í bíltúra um höfuðborgarsvæðið. Pilturinn hefði verið í mikilli neyslu að sögn mannsins og keypt sér fíkniefni og lyf. Hann hafi verið í mjög slæmu ástandi en maðurinn hvatt hann til að sofa mikið sem myndi hjálpa honum að jafna sig. Þeir hefðu stundað kynmök í um sex skipti á meðan þeir voru saman og maðurinn sjálfur hefði alltaf átt frumkvæði að því. Það hefði verið með rólegum og ljúfum hætti. Pilturinn hefði yfirleitt verið búinn að sofa það mesta úr sér þegar kynmökin áttu sér stað. Hann hafi því alltaf verið með fulla meðvitund samkvæmt frásögn mannsins. Varðandi símagjöfina þá hefði hann ætlað að gefa dóttur sinni símann í afmælisgjöf. Pilturinn hafi hins vegar suðað símann út úr honum.Maðurinn reyndi að fela sig fyrir lögreglu þegar hún ók upp að bílnum þar sem maðurinn var með piltinum.Vísir/VihelmBað piltinn um að leiðrétta frásögn sína Þá neitaði maðurinn alfarið að hafa gefið piltinum lyf og fíkniefni. Hann hefði sjálfur verið vel birgur af alls kyns fíkniefnum. Hann tæki sjálfur inn lyf vegna þunglyndis og kvíða. Sömuleiðis Tradolan við bakveiki. Þá hafi hann beðið piltinn um að leiðrétta framburð sinn í málinu sem væri til rannsóknar gegn sér. Honum þætti mjög vænt um brotaþola og svo mætti segja að hann væri ástfanginn af honum. Þeir hefðu í raun verið eins og kærustupar þessa daga og þannig vildi pilturinn hafi það áfram. Þeir væru miklir vinir og næðu vel saman. Hann sagðist telja að tilfinningar til hans væru gagnkvæmar. Fjörutíu ára aldursmunur er á piltinum og manninum. Í síðari skýrslutöku yfir manninum sagði hann kynmökin mögulega hafa verið í 2-4 skipti, ekki sex, og sagðist ekki hafa séð skilaboðin frá móður piltsins um að skila honum fyrr en daginn sem lögregla handtók hann.Upptaka í læstri möppu Í greinargerð lögreglunnar, sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald, kemur fram að maðurinn hafi 30. ágúst í fyrra verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ítrekuð brot á nálgunarbanni frá janúar fram í júlí. Ákæran er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Í henni er maðurinn sakaður um að hafa frá því fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var 15 ára, og þar til hann varð 17 ára árið 2016 ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lygjfum og gjöfum. Gaf hann piltinum einnig peninga, tóbak, farsíma og nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa samræði og önnur kynferðismök við hann á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tímabili ítrekað tekið ljósmyndir af piltinum á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þá var í fórum hans myndband af piltinum að veita manninum munnmök. Upptakan var vistuð í læstri möppu á farsíma mannsins. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar á grundvelli almannahagsmuna þar sem hann þykir líklegur til að halda áfram brotum sínum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í næstu viku en þinghald í málinu er lokað.Fréttin hefur verið uppfærð og fjarlægðar upplýsingar sem við nánari athugun áttu ekki erindi í fréttina. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. Meint brot mannsins hófust þegar drengirnir voru á lokastigum grunnskóla. Mun maðurinn hafa borið fé á báða drengina sem eiga það sameiginlegt að eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot sín gegn öðrum piltinum eins og fram kom í gæsluvarðhaldskröfu yfir honum í síðustu viku á grundvelli almannahagsmuna. Ekki er algengt að menn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í kynferðisbrotamálum. Er metið að hann sé það líklegur til að halda uppi brotum sínum gagnvart ungum drengjum að vænlegast sé að loka hann inni. Maðurinn, sem er fjörutíu árum eldri en drengirnir, hefur flúið lögreglu með dreng í bílnum og hjá honum hafa fundist bæði myndir og myndband af drengjum í kynferðislegum stellingum.Rétt er að taka fram að um annað mál er að ræða en mál starfsmanns barnaverndar sem lögregla rannsakar þessa dagana. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum börnum á meðferðarheimili í Reykjavík.Falsaði formennsku sínaHandtaka mannsins í janúar og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum í kjölfarið kom vinum hans og ættingjum í opna skjöldu. Maðurinn hefur verið nokkuð virkur Sjálfstæðisflokknum og gegndi formennsku í málfundafélagi flokksins sem telur um 150 félagsmenn. Upp komst í haust að maðurinn, sem kosinn var formaður málfundafélagsins til eins árs árið 2014, hefði falsað skjöl sem sýndu að hann hefði verið kosinn formaður félagsins í fyrra. Vísir sendi Sjálfstæðisflokknum fyrirspurn vegna málsins. Í svari flokksins kemur fram að í nóvember síðastliðnum hefði skráður stjórnarmaður í málfundafélaginu kvartað yfir því að hafa ekki gefið kost á sér til starfa fyrir félagið undanfarin 3 ár, en að hann væri engu að síður skráður sem stjórnarmaður. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hið sama átti við um fleiri. Þá kom á daginn að aðalfundir höfðu ekki verið boðaðir með tilskildum hætti og því ekki verið haldinn löglegur aðalfundur í málfundafélaginu í einhver ár og starfsemi þess í raun legið niðri. Maðurinn hafi því ekki lengur haft umboð sem formaður málfundafélagsins. Var hann fjarlægður af skrám flokksins sem formaður þess. Athygli vekur að nafn hans var á sama tíma fjarlægt af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins en þar eru þó enn nöfn annarra stjórnarmanna sem ekki hafa verið kjörnir í stjórn undanfarin ár, frekar en hann.Grindr svipar til Tinder nema er ætlað samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum.Málið á viðkvæmu stigi Maðurinn komst í kynni við a.m.k. annan ungu drengjanna í gegnum samskiptaforritið Grindr. Forritið er ætlað samkynhneigðum eða tvíkynhneigðum karlmönnum en aldurstakmark er átján ára. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu ættingjar drengsins áhyggjur af vanlíðan drengsins í langan tíma þangað til upp komst að hann hefði átt í samskiptum við manninn frá því drengurinn var í 10. bekk, í á þriðja ár. Fór svo að lokum að málið var kært til lögreglu og maðurinn úrskurðaður í nálgunarbann. Til skoðunar er hvort maðurinn hafi sett sig frekar í samband við drenginn og þannig brotið nálgunarbann. Er rökstuddur grunur hjá lögreglu að maðurinn hafi gerst sekur um ítrekuð kynferðisbrot og áreiti. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir kynferðisbrotadeildinni hjá lögreglu, segir unnið sleitulaust að rannsókn málsins. Málið sé á viðkvæmu stigi. Reyndi að fela sig fyrir lögreglu Þann 9. janúar barst lögreglu tilkynning um að maðurinn væri á ferð í bíl og með í för væri unglingspiltur sem maðurinn hefði verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega gegn. Er bókað í skýrslu lögreglu að maðurinn hafi ekið greitt í burtu og reynt að fela sig. Maðurinn reyndist vera með piltinum, nýorðinn átján ára, í bílnum. Pilturinn var í annarlegu ástandi og með nýjan síma í hendinni. Maðurinn sagði þá piltinn vera vini og saman á rúntinum. Gerði maðurinn lítið úr því að þeir væru saman á ferð, þeir hefðu þekst lengi og aðeins hist fyrir tilviljun. Lögregla taldi sig ekki hafa ástæðu til að aðhafast í umrætt skipti þar sem ekki var nálgunarbann í gangi gegn piltinum á þeim tíma og hann orðinn lögráða.Maðurinn var ákærður fyrir brot sín á piltinum síðastliðið haust. Málið er til meðferðar hjá dómstólum.Vísir/GVANeyðarboð á Snapchat Tveimur dögum síðar, þann 11. janúar, hafði stjúpfaðir piltsins samband við lögreglu. Sagði hann piltinn hafa sent fjölskyldunni skilaboð á Snapchat og óskað eftir aðstoð við að flýja manninn. Nærveru lögreglu var óskað. Vissi pilturinn ekki hvar hann var en gat staðsett sig með hjálp símans. Lögregla fór á vettvang og fann piltinn klukkan níu um kvöld þar sem hann kom grátandi út af gistiheimili. Sagði hann lögreglu að maðurinn hefði dælt í hann lyfjum og hann verkjaði. Hélt hann á plastpoka með óhreinni peysu og nærbuxum. Spurði lögregla hvort brotið hefði verið á honum kynferðislega og hvort hann vildi fara í skoðun á neyðarmóttöku kynferðisbrota Landspítalans. Pilturinn sagði að brotið hefði verið á honum og var farið með hann í skoðun.Sagði manninn hafa mokað í sig lyfjum Pilturinn lýsti því í skýrslutöku lögreglu að hann hefði yfirgefið heimili foreldra sinna þann 3. janúar og gist fyrstu dagana hjá vini sínum. Með einhverjum hætti hefði maðurinn komist í samband við hann og stungið upp á því að þeir myndu hittast. Sagðist maðurinn eiga einhverjar töflur. Pilturinn var áhugasamur um að fá töflur og samþykkti að hitta hann. Mundi hann ekki hvernig þeir hefðu hist en taldi að maðurinn hefði náð í sig. Hann hefði gefið honum nýjan farsíma. Mundi hann lítið eftir því sem hefði gerst síðan vegna þess að hann væri búinn að vera í lyfjamóki. Sagði hann manninn hafa mokað í hann lyfjum á borð við sanex og tramadol - verkjastillandi lyf sem fíklar nota. Sagðist pilturinn muna lítið en þó að maðurinn hefði haft við hann samfarir í tvígang með þeim afleiðingum að hann verkjaði. Þá minntist hann þess að maðurinn hefði beðið hann um að falla frá kæru í málinu sem maðurinn er ákærður í fyrir kynferðisbrot gegn piltinum. Pilturinn hefði svo sent móður sinni skilaboð á Snapchat og beðið hana um að hjálpa sér að flýja.Maðurinn hitti piltinn í Hamraborginni í Kópavogi.Vísir/VilhelmSvaraði ekki beiðni foreldranna Í skýrslutöku yfir piltinum fjórum dögum síðar sagðist pilturinn hafa haft samband við móður sína eftir að kærði talaði við piltinn um að þeir hefðu verið að stunda kynlíf. Pilturinn hefði ekki munað eftir neinum kynmökum og orðið hræddur. Áttaði hann sig á því að hann hefði verið rænulaus á meðan þeim stóð. Pilturinn lýsti því að hann hefði verið svo til meðvitundarlaus vikuna hjá manninum og dagarnir týnst. Þetta hefði verið eins og ein og ein mínúta. Hann sagðist ekki bera neinar tilfinningar til mannsins og aðeins sótt í hann vegna vímuefnafíknar sinnar. Leitað var í bíl mannsins og lagt hald á sleipiefni, ýmis lyf merkt manninum, erlendan gjaldeyri, kvittun þess efnis, kassa utan af nýjum iPhone og kortaveski með ýmsum kortum. Meðal annars korti merktum dreng sem maðurinn er einnig grunaður um kynferðisbrot gegn og sætir nálgunarbanni gagnvart. Móðir piltsins og stjúpfaðir sögðust hafa leitað piltsins þá daga sem hann var í burtu. Þau hafi frétt að hann væri með manninum. Reyndu þau bæði að hringja í hann og senda honum skilaboð þar sem þau báðu hann um að skila honum. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði ekki náðst í síma sonarins því slökkt var á símanum.Kynmök með „rólegum og ljúfum hætti“ Maðurinn neitaði alfarið sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Sagði hann þá piltinn hafa hist fyrir tilviljun í banka í Hamraborginni í Kópavogi. Ástand piltsins hafi ekki verið gott og hann hefði sagst hafa verið rekinn að heiman. Hann hefði viljað hjálpa piltinum að koma sér á rétt ról svo hann gæti farið að sækja um vinnu. Því hefði hann leigt herbergi á einu gistiheimili og svo öðru fyrir piltinn. Þess á milli hafi þeir farið í bíltúra um höfuðborgarsvæðið. Pilturinn hefði verið í mikilli neyslu að sögn mannsins og keypt sér fíkniefni og lyf. Hann hafi verið í mjög slæmu ástandi en maðurinn hvatt hann til að sofa mikið sem myndi hjálpa honum að jafna sig. Þeir hefðu stundað kynmök í um sex skipti á meðan þeir voru saman og maðurinn sjálfur hefði alltaf átt frumkvæði að því. Það hefði verið með rólegum og ljúfum hætti. Pilturinn hefði yfirleitt verið búinn að sofa það mesta úr sér þegar kynmökin áttu sér stað. Hann hafi því alltaf verið með fulla meðvitund samkvæmt frásögn mannsins. Varðandi símagjöfina þá hefði hann ætlað að gefa dóttur sinni símann í afmælisgjöf. Pilturinn hafi hins vegar suðað símann út úr honum.Maðurinn reyndi að fela sig fyrir lögreglu þegar hún ók upp að bílnum þar sem maðurinn var með piltinum.Vísir/VihelmBað piltinn um að leiðrétta frásögn sína Þá neitaði maðurinn alfarið að hafa gefið piltinum lyf og fíkniefni. Hann hefði sjálfur verið vel birgur af alls kyns fíkniefnum. Hann tæki sjálfur inn lyf vegna þunglyndis og kvíða. Sömuleiðis Tradolan við bakveiki. Þá hafi hann beðið piltinn um að leiðrétta framburð sinn í málinu sem væri til rannsóknar gegn sér. Honum þætti mjög vænt um brotaþola og svo mætti segja að hann væri ástfanginn af honum. Þeir hefðu í raun verið eins og kærustupar þessa daga og þannig vildi pilturinn hafi það áfram. Þeir væru miklir vinir og næðu vel saman. Hann sagðist telja að tilfinningar til hans væru gagnkvæmar. Fjörutíu ára aldursmunur er á piltinum og manninum. Í síðari skýrslutöku yfir manninum sagði hann kynmökin mögulega hafa verið í 2-4 skipti, ekki sex, og sagðist ekki hafa séð skilaboðin frá móður piltsins um að skila honum fyrr en daginn sem lögregla handtók hann.Upptaka í læstri möppu Í greinargerð lögreglunnar, sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald, kemur fram að maðurinn hafi 30. ágúst í fyrra verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ítrekuð brot á nálgunarbanni frá janúar fram í júlí. Ákæran er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Í henni er maðurinn sakaður um að hafa frá því fyrri hluta árs 2015, þegar pilturinn var 15 ára, og þar til hann varð 17 ára árið 2016 ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lygjfum og gjöfum. Gaf hann piltinum einnig peninga, tóbak, farsíma og nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa samræði og önnur kynferðismök við hann á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa á sama tímabili ítrekað tekið ljósmyndir af piltinum á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þá var í fórum hans myndband af piltinum að veita manninum munnmök. Upptakan var vistuð í læstri möppu á farsíma mannsins. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar á grundvelli almannahagsmuna þar sem hann þykir líklegur til að halda áfram brotum sínum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í næstu viku en þinghald í málinu er lokað.Fréttin hefur verið uppfærð og fjarlægðar upplýsingar sem við nánari athugun áttu ekki erindi í fréttina.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira