Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 19:45 Sævar Þór Jónsson er gagnrýninn á það hvernig lögreglan hefur farið með málið. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15