Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 19:45 Sævar Þór Jónsson er gagnrýninn á það hvernig lögreglan hefur farið með málið. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15