Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Daglegum rekstri Glitnis verður hætt um mánaðamótin. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira