Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 19:34 Ekvadorinn Julian Assange á heimili sínu í sendiráði Ekvador í London. Vísir/AFP Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10