Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 14:12 Kolbrún telur að samfélagsmiðlar hafi átt stóran þátt í að sögur kvenna úr ýmsum sviðum þjóðfélagsins hafi komið fram. Vísir Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún. MeToo Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún.
MeToo Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira