Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 14:12 Kolbrún telur að samfélagsmiðlar hafi átt stóran þátt í að sögur kvenna úr ýmsum sviðum þjóðfélagsins hafi komið fram. Vísir Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún. MeToo Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Allir eru tilbúnir að takast á við vanda við menningu kynferðislegrar áreitni og valdaójafnvægis á milli kynjanna eftir MeToo-byltinguna. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Bandalags íslenskra listamanna, segir viðhorf samfélagsins hafa breyst verulega frá því að hún reyndi að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi fyrir nokkrum áratugum. Kolbrún var gestur Höskuldar Kára Schram í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hún stýrði sameiginlegum fundi tíu stjórnmálaflokka um MeToo-byltinguna svonefndu og hefur verið framalega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi undanfarna áratugi. Taldi hún samstaða flokkanna vísbendingu um að þeir væru færir um að taka á þessum máli í eigin ranni. Þrátt fyrir að flokkarnir séu ekki fyrirtæki með mannauðssvið verði þeir að hlusta á og taka mark á umræðu um áreitni í garð kvenna.Erfitt að mæta karlmönnum í umræðunni á árum áður Kolbrún sagði að breyting væri að eiga sér stað í samfélaginu með MeToo-byltingunni. Nú væru allir i samfélaginu tilbúnir að viðurkenna og takast á við vandann. Rifjaði hún uppreynslu sína af því að gera heimildarmyndir um sifjaspell á Íslandi undir lok 9. áratugsins. „Þá var samfélagið bara ekki tilbúið til að hlusta og alls ekki karlmenn til dæmis,“ sagði Kolbrún. Lengi framan af hafi henni fundist erfitt að mæta karlmönnum í þessari umræðu því þeim hafi fundist að verið væri að alhæfa um alla karlmenn. „Þetta finnst mér vera liðin tíð,“ sagði hún. Viðhorf og viðmót karlmanna til þess sem nú er að gerast segir hún vera mestu breytinguna frá því sem áður var. Þannig nefndi hún að karlmenn séu nú mun fjölmennari á fundum þar sem fjallað er um mál af þessu tagi en áður. Tók Kolbrún undir að greinilegt væri að samfélagið væri að læra af MeToo-byltingunni og að breytingin væri hröð.Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfa að vera rök Átakanlegast þótti Kolbrúnu að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtar voru í vikunni. Valdaójafnvægi kynjanna væri á öllum sviðum samfélagsins en ekki væri hægt að taka á því öllu á sama tíma. Umræðan nú væri fyrst og fremst að kristallast í opinberu lífi kvenna. Allir séu nú orðnir meðvitaðir um hvaða hegðun það er sem eigi ekki að halda áfram. „Mér finnst við vera að átta okkur á því að bæði ungir og gamlir þurfa að skoða sitt hegðunarmynstur,“ segir Kolbrún. Þá segir hún merkilegt að nú séu tilfinningar komnar upp á borðið sem rök í umræðu sem áður var gert lítið úr. Tilfinningar og upplifanir kvenna þurfi að vera rök í málum af þessu tagi. Lög og reglugerðir gegn einelti og kynbundnu ofbeldi hafi ekki dugað til að uppræta það. „Í mínum huga þarf til dæmis að viðurkenna það að upplifanir kvenna af ofbeldinu og áreitninni þurfa bara að vera rök í málunum og við þurfum bara að taka mark á þeim tilfinningum og upplifun og það er að gerast,“ segir hún.
MeToo Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira