Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi í Eflingu. vísir/ernir „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
„Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira