Gylfi segist ekkert hafa að óttast Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2018 16:30 Báðir verkalýðsforingjarnir fagna auknu framboði af fólki sem vill leggja sitt af mörkum í verkalýðshreyfingunni. Mynd/samsett Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“ Kjaramál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“
Kjaramál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent