Öldruðum áfram haldið niðri við fátæktarmörk Björgvin Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar