Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 vísir/vilhelm Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Einstaklingar án sjúkratryggingar skulda Landspítalanum tæpar 190 milljónir fyrir meðferð á spítalanum á árunum 2013-2016. Hæsta gjaldfallna krafa spítalans vegna ótryggðs sjúklings er tæpar 8,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálasviðs Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Langstærstur hluti milljónanna 190 er til kominn vegna erlendra ríkisborgara en komur þeirra á spítalann hafa nærri þrefaldast frá árinu 2013. Þannig komu 1.053 ótryggðir erlendir einstaklingar á spítalann árið 2013 en síðustu tvö ár hafa þeir verið um 2.700. Langflestir leita til spítalans í júlí og ágúst. „Með fjölgun ferðamanna hefur komum og legum ósjúkratryggðra fjölgað undanfarin ár. Staðgreiðsluhlutfall þeirra á bráðamóttöku er um 66 prósent, en mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilvikum,“ segir í svarinu. Eðli málsins samkvæmt eru kröfurnar misháar eftir því hve mikla þjónustu viðkomandi fékk. Þar spila inn í aðgerðir, kostnaður vegna lyfja og lega á gjörgæslu eða öðrum deildum spítalans. Hæsta skuld einstaklings við spítalann, í október 2017, nam 8,4 milljónum króna en næsthæsta krafan var upp á 7,7 milljónir. Samtals eru sjö hæstu kröfur spítalans á hendur einstaklingum 41,5 milljónir króna. Innlagnir erlends fólks án sjúkratryggingar á Landspítalanum voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en árið 2013. Jöfn og þétt aukning hefur verið undanfarin ár. Hlutfallið helst í hendur við komur sama hóps á spítalann en þær hafa tæplega þrefaldast á sama tímabili. Sömu sögu er að segja af upphæð viðskiptakrafna spítalans vegna ótryggðra á tímabilinu. Árið 2013 námu kröfurnar rúmlega 261 milljón en árið 2016 var upphæðin tæpar 566 milljónir. Um áramótin síðustu námu kröfur vegna ársins 2017 tæpum 725 milljónum en sú upphæð mun hækka þar sem enn á eftir að gefa út einhverja reikninga fyrir síðustu vikur ársins. „Staðgreiðsla er misjöfn eftir deildum, en að meðaltali er hún um 80 prósent,“ segir í svari fjármálasviðs spítalans. Verði ekki af staðgreiðslu er krafa stofnuð í netbanka en sé hún ekki greidd er gripið til frekari innheimtuaðgerða. Ekki liggur fyrir hver kostnaður er við innheimtu þessara krafna en „gera má ráð fyrir að vinna fjármálasviðs vegna þessarar aukningar hafi aukist um hálft til eitt stöðugildi“. Kostnaður við innheimtu skuldanna liggur ekki fyrir. Komugjöld eru innheimt á um tuttugu stöðum víðsvegar á spítalanum og þeir starfsmenn, auk starfsmanna fjármálasviðs, sinna að auki ýmsum öðrum störfum. Því þyrfti að reikna út beinan launakostnað, kostnað við tölvukerfi auk annars kostnaðar sem til fellur við verkin. „Þessi innheimta er lögbundin samkvæmt reglugerðum sem velferðarráðherra setur og það hefur ekki verið talin þörf á að leggja í þá vinnu að kostnaðargreina hana sérstaklega,“ segir í svari spítalans. Langflestir erlendir ferðamenn leita til spítalans í júlí og ágúst en september fylgir þar á eftir. Í takt við auknar heimsóknir ferðamanna yfir vetrarmánuðina má einnig sjá að komum hefur fjölgað stöðugt í nóvember, desember og janúar. Þeim sem leggjast inn á spítalann hefur einnig fjölgað. 133 ótryggðir erlendir einstaklingar lögðust inn á spítalann árið 2013 eða um þrettán prósent þeirra sem þangað leituðu. Árið 2016 var fjöldinn 361 og 436 í fyrra eða rúmur fimmtungur þeirra sem þangað leituðu. „Mun lengri tíma tekur að fá legureikninga greidda, [heldur en staðgreiðslukröfur], enda eru tryggingafélög oft greiðendur í þeim tilfellum,“ segir í svari spítalans.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira