Vilji, völd og veruleiki - íslenskur grunnskóli í hættu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 10:00 Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun