Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Ingvar Þór Björnsson skrifar 6. janúar 2018 11:51 Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Vísir/Anton Brink Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira