Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Ingvar Þór Björnsson skrifar 6. janúar 2018 11:51 Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Vísir/Anton Brink Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira