Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 16:22 Mun Oprah Winfrey feta í fótspor Barack Obama? Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur „nánum vinum“ hennar. Winfrey varð í nótt nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni. Þakkarræða hennar var tilfinningaþrungin og innblásin af MeToo-byltingunni sem hófst með frásögnum kvenna sem starfað hafa í Hollywood af kynferðisofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Ræðan hefur vakið mikla athygli í dag og hefur myllumerkið #WinfreyObama2020 dreist eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem Winfrey er hvött til þess að bjóða sig fram til forseta þegar kosið verður árið 2020. Heimildarmenn CNN segja að nánir samstarfsmenn hennar hafi á undanförnum vikum og mánuðum hvatt hana til þess að bjóða sig fram og er hún sem fyrr segir sögð vera alvarlega að íhuga framboð. Í frétt CNN segir að frægð og ríkidæmi Winfrey myndi án efa gera hana að sterkum frambjóðanda fyrir demókrata en óljóst sé þó hvort að Bandaríkjamenn gætu hugsað sér að kjósa sjónvarpsstjörnu sem forseta tvisvar í röð. Athygli vekur þó að Winfrey hefur áður útilokað að hún myndi bjóða sig fram í kosningum, síðast í desember á síðasta ári. „Ég mun aldrei sækjast eftir opinberu embætti,“ sagði Winfrey þá í viðtali við Hollywood Reporter. Hún hefur þó nægan tíma til þess að ákveða sig en ólíklegt er að formleg kosningabarátta þeirra sem ætla að bjóða sig fram fyrir demókrata hefjist fyrr en eftir þingkosningar í Bandaríkjunum, sem haldnar verða í nóvember.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18