Dæmi um sex þúsund króna verðmun á borðspilum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 17:00 Heimkaup lækkaði verð sitt töluvert til þess að mæta samkeppni. vísir Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna. Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna.
Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira