Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 18:30 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00