Miklar annir á Alþingi á síðustu dögunum fyrir hátíðarnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:45 Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira