Miklar annir á Alþingi á síðustu dögunum fyrir hátíðarnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:45 Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira
Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira