Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Riyad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínu, gengur fram hjá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í þingsal. vísir/epa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira