Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Riyad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínu, gengur fram hjá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í þingsal. vísir/epa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira