Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. desember 2017 06:07 Sigríður Á. Andersen braut lög að mati Hæstaréttar. VÍSIR/ANTON BRINK Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42