Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. Laun forseta réttarins eru sambærileg við laun ráðherra.
Mánaðarlaun forsetans, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu verða rétt rúmlega 1,8 milljónir króna. Aðeins munar tæpum 10 þúsund krónum á mánaðarlaunum forseta réttarins og kaupi ráðherra í ríkisstjórn.
Varaforseta réttarins er skipað skör lægra en forseta en fast mánaðarkaup hans verður 1.735 þúsund krónur. Óbreyttir dómarar við réttinn fá hins vegar tæplega 43 þúsund krónum minna í sinn hlut.
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
