Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. vísir/vilhelm Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira